Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1436360962.54

  Sótthreinsun fyrir sótthreinsitækna
  SÓTS1HR05(FÁ)
  1
  Sótthreinsun fyrir sótthreinsitækna
  Hreinlæti, rekjanleiki
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Fjallað er um mismunandi aðferðir sem hægt er að nota við sótthreinsun og þann mun sem liggur í hreinu og sótthreinsuðu. Skilgreindar vinnureglur um sótthreinsun og hvernig vinna fer fram samvkæmt þeim. Fjallað er um mun á kemískri sótthreinsun og varma/hita sótthreinsun. Fjallað er um almenn skilyrði, reglur, skilgreiningar og próf er varða eftirlit með sótthreinsun. Gerð er grein fyrir kröfum, leiðbeiningum og alþjóðlegum stöðlum er varða sótthreinsun. Fjallað er um smitgát og forvarnir gegn sýkingum. Lögð er áhersla á varma sótthreinsun (A0 staðall) og kemíska sótthreinsun, ásamt sótthreinsun á mismunandi speglunartækjum. Stjórnun á gæðastöðlum. Förgunarstjórnun. Fjallað er um gæði, öryggi og rekjanleika prófa og stöðu á verkfærum, ásamt mikilvægi þess að huga að starfstengdu öryggi og heilsu.
  Almennar greinar og heilbrigðisgreinar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • almennum skilyrðum, reglum og skilgreiningum á eftirlitsprófum
  • alþjóðlegum stöðlum, leiðbeiningum og kröfum um sótthreinsun
  • mismun á milli hreinna og sótthreinsaðra tækja og áhalda
  • virkni sótthreinsiefna á líffræðilegan vef
  • gæðastjórnunaraðferðum og mati
  • vöru- framleiðslu- og förgunarstjórnun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sótthreinsa mismunandi speglunartæki samkvæmt leiðbeiningum og stöðluðum kerfum
  • meðhöndla úrgang og efni til förgunar á viðeigandi hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja og framkvæma af fagmennsku sótthreinsunaraðferðir fyrir mismunandi tegundir læknisfræðilegra tækja og speglunartækja
  • beita viðeigandi eftirliti með sótthreinsun
  • leiðbeina samstarfsfólki og nemendum um sótthreinsun
  Heimaverkefni, verkferlar unnir og skilað í formi ferilbókar, stutt próf, tímaverkefni, hópverkefni metið með jafningjamati ásamt sjálfsmati