Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434713891.77

  Framkvæmd kvikmyndahátíðar
  VIBS2KF02
  2
  Viðburðastjórnun
  Kvikmyndahátíð; framkvæmd.
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Áfanginn er beint framhald af VIBS2KU03 og markmið hans er að halda áfram því starfi sem hófst í fyrri áfanga og halda kvikmyndahátíð framhaldsskólanna. Farið er gaumgæfileg í allan rekstur hátíðarinnar, tæknilegar kröfur varðandi sýningar á kvikmyndum, útgáfu dagskrár og móttöku gesta. Ennfremur þurfa nemendur að sjá um að skipa dómnefndir og skipuleggja verðlaunaafhendingu og sjá um innköllun mynda og endursendingu þeirra eftir hátíðina. Loks þurfa þeir að sjá um kynningu í fjölmiðlum og ýmislegt annað sem við kemur slíkum viðburði. Nemendur skipta á milli sín verkum og sjá um framkvæmd hátíðarinnar. Þeir taka einnig fullan þátt í eftirvinnu er hátíðinni lýkur og undirbúa jarðveginn fyrir næstu hátíð.
  VIBS2KU03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • félagslegu gildi listviðburða
  • gerð dagsskrár og samspili dagskrárliða
  • nauðsyn verkefnastjórnunar
  • fjármögnun og markaðsetningu listviðburða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna skipulega og eftir áætlun
  • halda utan um innkomu og útgjöld
  • leysa að lágmarki tæknileg vandamál
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hafa yfirsýn yfir heildarframkvæmd viðburðar
  • sjá um kynningarstarfsemi vegna listviðburðar
  • vinna í teymi að uppsetningu og framkvæmd kvikmyndahátíðar framhaldsskólanna
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá