Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434703415.26

  Inngangur að kvikmyndagerð
  KVMG1ST05
  3
  kvikmyndagerð
  stuttmyndir
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Markmið áfangans er að kynna gildi kvikmynda í nútímasamfélagi en einkum að kenna nemendum grunnatriði kvikmyndagerðar í gegnum stuttmyndagerð. Nemendur kynnast handritsskrifum, helstu þáttum í framleiðslu kvikmyndaefnis og eftirvinnslu. Námið er að mestu verklegt og nemendur skipta með sér hlutverkum og þjálfast í teymisvinnu. Til að standast áfangann þurfa nemendur að framleiða stuttmynd sem þeir frumsýna í lok annar.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu handrits og gildi þess í framleiðsluferli kvikmyndar
  • gildi hugmyndavinnu
  • nauðsyn skipulagningar fyrir og við upptökur
  • grunnatriðum í meðferð kvikmyndatökuvélar, hljóðupptöku og eftirvinnslu
  • klippingu og grunnatriðum myndmáls í kvikmyndum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna úr grunnatriðum handrits fyrir kvikmyndaverk
  • meðhöndla tæki sem tilheyra kvikmyndaframleiðslu
  • klippa saman upptekið efni samkvæmt handriti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna í teymi
  • skipuleggja einfalt verkferli út frá handriti
  • að ganga endanlega frá stuttmynd til sýningar
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.