Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1434642443.28

  Kvikmyndalæsi og handritsskrif
  KVIK2HS05
  1
  kvikmyndir og tungumál
  Kvikmyndalæsi og handritsskrif
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Þessi áfangi er fræðilegur og skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er farið í gegnum öll helstu kvikmyndaformin allt frá leiknum kvikmyndum til auglýsinga. Teknar eru fyrir nokkrar kvikmyndir, þær rýndar og skilgreindar út frá ýmsum þáttum kvikmyndagerðar. Í seinni hluta áfangans er farið í handritsskrif og nemandinn fær að dýpka skilning sinn á mikilvægi handritsins. Í áfanganum skrifa nemendur stutt handrit út frá eigin hugmynd, atburði eða sögu og þetta handrit getur síðan orðið grunnur að lokaverkefni í KVMG3LO05.
  KVMG1ST05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu kvikmyndaformum og aðferðum þeirra
  • hvað aðgreinir hin ýmsu kvikmyndaform
  • myndmáli kvikmyndanna
  • helstu aðferðum við handritsskrif
  • hvernig persónusköpun á sér stað í kvikmyndum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina táknmál kvikmynda
  • átta sig á duldum skilaboðum
  • vinna eftir handriti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina dramatíska uppbyggingu kvikmyndar
  • skrifa eigið handrit með trúverðugum samtölum og persónum
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.