Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432284960.26

  Íslenska I - lestur og ritun
  ÍSLE1AA05
  63
  íslenska
  Lestur og ritun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  FB
  Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í að byggja upp efnisgreinar og semja inngang og niðurlag ritgerða. Þeir semja stuttar ritgerðir um ólík efni. Nemendur fá þjálfun í stafsetningu og rifjuð eru upp helstu málfræðihugtök sem gagnast við að bæta eigin mál- og ritfærni. Einnig er farið í hugtök sem nýtast í umfjöllun um bókmenntir. Fjölbreyttir textar eru lesnir, s.s. skáldsaga, smásögur, fréttapistlar, tímaritsgreinar, ljóð og bloggtextar. Nemendur fá þjálfun í hraðlestri og í tjáningu með flutningi verkefna.
  Nemandi hafi lokið íslensku í grunnskóla með einkunnina C eða B
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • byggingu efnisgreina, inngangs og niðurlags ritgerða
  • stafsetningu og geti stafsett samkvæmt reglum
  • helstu hugtökum í málfræðigreiningu og geti nýtt sér þau
  • mun talmáls og ritmáls
  • helstu bókmenntahugtökum við greiningu texta, s.s. persónusköpun, frásagnaraðferðum og stílbrögðum
  • gildi þess að ná góðum lestrarhraða og auka lesskilning sinn
  • fjölbreyttum orðaforða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • semja ýmsar tegundir texta í samfelldu máli þar sem framsetning er skýr og skipulögð
  • nota ýmis hjálpargögn, t.d. orðabækur og leiðréttingarforrit
  • nota málfræðihugtök til að bæta eigin málfærni
  • taka saman og flytja stuttar endursagnir, lýsingar og kynningar á afmörkuðu efni
  • lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda og skilja algengt líkingamál og orðatiltæki
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málsniði
  • beita málfræðiþekkingu til að átta sig á réttri og rangri málnotkun
  • tjá sig á skýran hátt og geta tekið þátt í skoðanaskiptum með jafningjum
  • auka leshraða og lesskilning
  • túlka og meta atburðarás og persónur í bókmenntum
  • Þekking er metin með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem eru unnin í kennslustundum og heima. • Leikni er metin út frá vinnubrögðum við uppsetningu efnisgreina og byggingu ritgerða, skilningi á lesnum texta, málfari, tjáningu og frágangi. • Hæfni er metin með verkefnavinnu, út frá samvinnu nemenda og skoðanaskiptum. Í ritun er hún metin út frá rökstuðningi og fjölbreytni í málfari.