Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432055022.48

  ART - Félagsfærniþjálfun
  FÉLF1FF02
  4
  félagsfærni
  Félagsfærni, siðferðislegar úrlausnir, sjálfsstjórnun
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Gert ráð fyrir því að nemendur kynnist grunnþáttum og öðlist færni í að takast á við og ræða einfaldari gerðir félagsfærni, siðferðismats og sjálfsstjórnar. Unnið er að bæta færni nemanda í mannlegum samskiptum, kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar (aðallega reiðina) og takast á við siðferðisklípur sem upp gætu komið í raunveruleikanum. Þjálfunin miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Grunnþáttum félagsfærni
  • Hugtakinu siðferði
  • Reiði sem tilfinningu og einfaldar leiðir til að takast á við hana
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • Takast á við einfaldari félagsfærniatriði
  • Greina einföld siðferðisleg álitamál
  • Takast á við að greina og kannast við einfaldari reiðistjórnunaratriði
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Ræða um mikilvægi jákvæðra samskipta í daglegu lífi fólks
  • Geta rætt við aðra um siðferði sem hugtak
  • Geta rætt og metið einfaldar leiðir til að takast á við reiði sem tilfinningu
  Lögð er mikill áhersla á tjáningu nemanda í kennslustundum. Metin er þátttaka í kennslustundum, ástundun og skrifleg verkefni.