Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431964115.57

  Veður-og haffræði
  JARÐ3VH05
  5
  jarðfræði
  veður og haffræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn fjallar um grundvallarþætti í samsetningu og eðlisfræði lofthjúpsins. Áhrif sólargeislunar á lofthjúpinn og misjafna hitadreifingu jarðar. Veðrakerfin og þrýstingsbreytingar í lofthjúpi jarðar. Tengsl veðurfars og gróðurbelta og áhrif verðurfarsbreytinga á lífríki jarðar. Sérstaklega verður fjallað um veðurfar og veðráttu á Íslandi. Þá verður í áfanganum tekin fyrir fræði hafsins þar sem hafið er skoðað m.t.t. seltu, strauma, hafsbotns, sjávarhita, hafíss og helstu lífsskilyrða sjávar.
  JARÐ1AJ05 eða sambærilegur áfangi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lofthjúpi jarðar, efnasamsetningu og lagskiptingu hans
  • þeim kröftum sem stýra veðrakerfunum
  • mismunandi skýjagerðum
  • tengslum verðurfars og gróðurbelta og tengslum veðurfars og landslags
  • hafinu og helstu einkennum þess
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera einfalda veðurspá út frá þrýstikorti
  • lesa veðurkort
  • skoða hafið út frá mikilvægi þess á jörðinni og þeim áhrifum sem það hefur við strendur landa
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fylgjast með og skilja verðurspá
  • spá fyrir um veðrabreytingar út frá fyrirliggjandi gögnum
  • meta þá krafta sem eru að verki í lofthjúpi jarðar og valda veðrabreytingum
  • meta þau áhrif sem hafið hefur á daglegt líf okkar t.d. hvað varðar veðurfar, sjávarföll og strauma
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.