Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431946142.6

  Hreyfing B
  HREY1AI01
  8
  Hreyfing
  Almenn líkams og heilsurækt, íþróttir
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  B
  Áfanginn er verklegur og nemendur taka hann samhliða Lífsstíl B. Lögð er áhersla á að nemendur fái fjölbreytta hreyfingu sem styrkir hjarta- og æðakerfið, byggir upp vöðva og eykur liðleika. Leitast er við að hver og einn geti tekið þátt á sínum forsendum en að allir séu virkir.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama, heilsu og líðan
  • mismunandi aðferðum til heilsuræktar
  • mikilvægi upphitunar, liðleika- og styrktarþjálfunar
  • þoli, uppbyggingu þess og mismunandi þolþjálfun
  • slökun
  • fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • stunda líkams- og heilsurækt
  • stunda almenna og sérhæfða upphitun
  • stunda markvissa og fjölbreytta styrktar-, liðleika- og þolþjálfun
  • tileinka sér slökun
  • iðka æfingar og hreyfingu sem stuðla að bættri líkamsbeitingu
  • beita samvinnu sem stuðlar að tillitsemi og hvatningu
  • klæða sig til íþróttaiðkunar eftir aðstæðum, úti sem inni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta eigið þol, styrk og liðleika
  • skipuleggja eigin þjálfun
  • leysa af hendi æfingar og leiki sem viðhalda og bæta samskipti, líkamshreysti og heilbrigðum lífsstíl
  • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.