Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430324474.95

    Stærðfræði: Tölfræði, talningarfræði og líkindareikningur
    STÆR2CT05(FB)
    113
    stærðfræði
    tölfræði og líkindafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Megininntak eru helstu atriði lýsandi tölfræði ásamt undirstöðuatriðum í talningar-, mengja- og líkindafræði. Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim. Helstu mælikvarðar á miðsækni og dreifni talnasafna kynntir. Þá er farið í mengjafræði og talningarfræði og líkindahugtakið kynnt. Þá eru kynntar líkindadreifingar. Tölfræðiforrit kynnt.
    STÆR2MM05 eða STÆR2FJ05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig flokka má talnasöfn bæði með og án bilskiptingar
    • hvernig fylla á út tíðnitöflur með hlutafallstíðni og safntíðni
    • reikningi helstu mælikvarða á miðsækni og dreifni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • takast á við margbreytileg viðfangsefni stærðfræðinnar og horfa á viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum
    • tengja eldri þekkingu við nýja þekkingu
    • varpa ljósi á verkefni með góðum skýringarmyndum þegar það á við
    • segja „sögu“ verkefnis frá upphafi til enda
    • útskýra undirstöðuhugtök með skiljanlegum hætti
    • beita táknmáli stærðfræðinnar
    • tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli
    • nota tölvur við tölfræðilega vinnslu gagna
    • meðhöndla hlutföll og prósentur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
    • temja sér góða framsetningu og skipulögð vinnubrögð
    • lesa, skrifa og tjá sig í töluðu máli um efnisatriði sem tengjast stærðfræði með beinum eða óbeinum hætti
    • einfalda verkefni sem við fyrstu sýn virðast flókin
    • orða hlutina með öðrum og e.t.v. skiljanlegri hætti
    • átta sig á lykilatriðum og greina hismið frá kjarnanum
    • skiptast á skoðunum við aðra um efniviðinn
    • vera óhræddur til að ráðast í stærri verkefni með aðstoð tölvuforrita
    Fjölbreytt verkefni sem unnin eru yfir önnina. Lotunám þar sem námsefni er skipt í lotur. Lotupróf. Nemendur vinna að minnsta kost eitt hópverkefni. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.