Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430322729.12

    Stærðfræði: Föll, mengi
    STÆR2FJ05(FB)
    110
    stærðfræði
    föll, jöfnur
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Talningafræði og mengi. Annars stigs jöfnur. Þriðja stigs jöfnur. Línan, fleygbogi, þriðja stigs föll og vísisföll. Stuðladeiling. Formerkjatöflur. Unnið með föll af hærra stigi í forritinu „GeoGebra“. Formengi og varpmengi, vaxandi og minnkandi föll.
    STÆR2RM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnreglum talningafræði
    • helstu hugtökum mengjafræði, talnamengjum og vennmyndum
    • annars og þriðja stigs jöfnum
    • hnitakerfi, notagildi gildistafla og formerkjataflna
    • hallatölu línu og jöfnu beinnar línu á skurðhallaformi
    • fleygboga
    • fallhugtakinu
    • ferlum fyrsta, annars og þriðja stigs jafna
    • logra og vísisföllum
    • viðskiptareikningum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnreglum talningafræði
    • leysa dæmi með vennmyndum
    • vinna með helstu hugtök mengjafræðinnar
    • beita mismunandi aðferðum við lausn annars stigs jafna
    • leysa einfaldar þriðja stigs jöfnur
    • gera gildistöflu fyrir jöfnur og teikna graf þeirra
    • teikna mynd línu sem gefin er á skurðhallaformi og finna hallatölu línu af mynd hennar í hnitakerfi
    • teikna fyrsta, annars og þriðja stigs ferla með og án tölvuforrits
    • nota logra reglur við lausn jafna með vísisföllum
    • nota logra við lausn verslunarreiknings
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna föll og lýsa þeim í texta
    • vinna verkefni í „GeoGebra“ forritinu
    • skrifa texta þar sem notuð eru þau hugtök sem kynnt hafa verið í áfanganum
    • beita aðferðum sem kynntar eru í áfanganum við lausn ólíkra verkefna
    • rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
    • temja sér góða framsetningu og skipulögð vinnubrögð
    • orða hlutina með öðrum og e.t.v. skiljanlegri hætti
    • nýta sér hliðstæður við verkefnaúrlausnir og beita samskonar lausnaraðferðum þegar það á við
    • skiptast á skoðunum við aðra um stærðfræðileg viðfangsefni
    Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggir annars vegar á lotuprófum og hins vegar á verkefnavinnu. Lotupróf úr fyrri og seinni hluta námsefnisins og tvö hópverkefni. Í hópverkefnum skila nemendur skýrslu þar sem áhersla er lögð á uppsetningu, myndræna framsetningu með notkun tölvuforrita og góðan texta. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.