Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430321078.06

    Mannkyns- og Íslandssaga nýaldar fram yfir Vínarfund (1500-1815).
    SAGA2NV03(FB)
    60
    saga
    Mannkyns- og Íslandssaga nýaldar fram yfir Vínarfund (1500-1815).
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    FB
    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur að fjalla um mannkynssögu og Íslandssögu frá 1500 til 1815. Meðal efnisþátta sem fjallað er um eru endurreisn, landafundir, siðskipti, einveldi, upplýsing, iðnbylting, franska byltingin, Napóleon og Vínarfundurinn. Í Íslandssögu verður sérstaklega fjallað um siðskipti, rétttrúnað, verslun, afkomu almennings, þróun byggðar, mannfjölda, samskipti við Dani, móðuharðindin og ástandið á Íslandi í lok 18. aldar. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Af einstökum grunnþáttum er í þessum áfanga sérstök áhersla á jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heilbrigði og sköpun í umræðu um endurreisn, nýja heimsmynd, stéttskiptingu, trúarbrögð, upplýsingarstefnuna, byltingar og nýjar hugmyndir um stjórnarfar.
    Forkröfur eru SAG1FM03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þáttum úr sögu nýaldar fram yfir Vínarfund (1500-1815)
    • helstu hugtökum sem höfð eru um söguleg fyrirbæri þessa tímabils og gera sér grein fyrir hvernig þau voru notuð og hver þeirra hafa fulla merkingu fram til okkar daga.
    • mismunandi tegundum heimilda, ólíkum aðferðum við heimildaleit og grunnþekkingu í heimildarýni
    • ólíkum miðlunarformum fyrir sögulegt efni.
    • á mótun heimsmyndar, stéttavitundar, trúarvitundar og hvernig þróun nýaldar var í hversdagslífi, stjórnmálum og tækni og vísindum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og túlka sagnfræðilegan texta á íslensku og einnig á ensku
    • nýta sér fjölbreyttar tegundir heimilda og meta gildi þeirra og áreiðanleika
    • nota ólík miðlunarform fyrir söguleg efni; t.d. skrifa ritgerðir og blaðgreinar, útbúa þátt fyrir útvarp eða sjónvarp og undirbúa og flytja fyrirlestur fyrir jafningja sína
    • bera saman tímabil og svið og skoða Íslandssögu í samhengi við mannkynssöguna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma söguskilningi og söguþekkingu á framfæri með fjölbreyttum hætti
    • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
    • sýna umburðarlyndi og víðsýni í umfjöllun um söguleg viðfangsefni
    • meta stöðu Íslands og menningararfsins í samanburði við önnur menningarsvæði
    • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra
    Námsmat miðast við sérstakt lokapróf sem gildir 50% og símat 50%. Beitt er jöfnum höndum hefðbundnu mati og óhefðbundnu og fjölbreyttum matsaðferðum. Þekkingin er metin fyrst og fremst með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er einkum metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningi eigin texta, skilningi á lesnum texta og jafningjamati. Hæfnin er að mestu metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara, hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna og sjálfsmati nemenda.