Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430320612.54

    Mannkyns- og Íslandssaga fornaldar og miðalda
    SAGA1FM03
    22
    saga
    fornöld, miðöld
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    FB
    Áfanginn fjallar um fornöldina og miðaldir. Lögð er áhersla á upphaf mannkyns og menningar, fjallað um helstu ríki fornaldarinnar og breytingar sem urðu á miðöldum, einkum ný ríki og kristna menningu. Áherslan er mest á svæðið umhverfis Miðjarðarhafið og síðan á Vestur-Evrópu og Norðurlönd á miðöldum. Ítarlega er fjallað um landnám Íslands og þróun stjórnkerfis og menningar á Íslandi á miðöldum. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Af einstökum grunnþáttum er í þessum áfanga sérstök áhersla á jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heilbrigði og sköpun í umræðu um heimspeki, stéttskiptingu, trúarbrögð og stjórnarfar fornaldar og miðalda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum þáttum í sögu mannkyns og Íslands frá upphafi til byrjunar nýaldar
    • algengum hugtökum sem notuð eru í framsetningu á sögulegu efni
    • því hvernig mannkyninu fjölgar, hvernig ríki verða til, hvers vegna þau vaxa og hnigna
    • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar
    • helstu tegundum heimilda og einföldum vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun
    • tengslum fortíðar og nútíðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesalesa einfaldan texta á íslensku einfaldan texta á íslensku
    • tengja atburði og áreiti úr nútímanum við það sem áður hefur gerst
    • nota heimildir til að setja saman eigin texta
    • að taka saman stutta umfjöllun um afmarkað sögulegt efni og kynna það fyrir jafningjum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja sjálfan sig og samtíð sína í samhengi við söguna
    • setja sig í spor fólks á ýmsum tímum
    • taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um þau sagnfræðilegu efni sem tekin eru fyrir í áfanganum
    Námsmat miðast við sérstakt lokapróf sem gildir 50% og símat 50%. Beitt er jöfnum höndum hefðbundnu mati og óhefðbundnu og fjölbreyttum matsaðferðum. Þekkingin er metin með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningi eigin texta og skilningi á lesnum texta. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara og hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna.