Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429832997.42

    Leikjahönnun
    TÖHÖ2LH05
    1
    Tölvustudd hönnun
    2D leikjahönnun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að kynna grunninn í 2D tölvuleikjahönnun. Í áfanganum fá nemendur að búa til nokkra smáleiki og fá auk þess tækifæri til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til frumgerð út frá henni. Nemendur nota myndvinnsluforrit til að hanna einfaldan tölvuleik í tvívídd. Farið verður yfir hagnýt atriði er varða leikjagerð, auk þess sem leikjaiðnaðurinn er skoðaður og hugtök sem tengjast tölvuleikjagerð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • megineinkennum og helstu hugtökum í leikjahönnun
    • þeim hugbúnaði sem notaður er við hönnun tölvuleikja
    • vinnuferli leikjahönnunar frá þróun hugmyndar til lokaverks
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu aðferðum við myndmótun í tölvu
    • nota helstu hjálpartæki, tól og verkferli þess hugbúnaðar sem notaður er í áfanganum
    • búa til einfalda frumgerð af leik
    • nýta hugbúnaðinn til að skapa og setja saman efni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • kynna hugmynd sína og rökstyðja gildi hennar
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verk og annarra
    • vinna skapandi hugmyndavinnu sem einstaklingur og sem hluti af hópi
    • þróa sínar eigin hugmyndir og miðla til annarra
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá