Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1427211666.57

  Veðurfræði/Meteorology
  ENSK3ME05
  53
  enska
  Meteorology, veðurfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er veðurfræði í brennidepli og er hann m.a. hugsaður sem liður í undirbúningi nemenda fyrir háskólanám í raungreinum. Námsbókin er á ensku en ítarefni bæði á íslensku og ensku. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur öðlist dýpri skilning á þeim ferlum sem eiga sér stað í lofthjúp jarðar og afleiðingum athafna mannsins á hann.
  Jarðfræði á 1. þrepi og 5 feiningar í ensku á 3 þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • grundvallarhugtökum, skilgreiningum og ferlum sem snúa að veðurfræði
  • • loftslagsbeltum, gróðurbeltum og staðsetningu þeirra á jörðinni
  • • loftmössun og varmaflutningi tengdum þeim
  • • akademískum orðaforða tengdum náttúrufræði og veðurfræði bæði á ensku og á íslensku
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • lesa veðurkort og hlusta á veðurfréttir bæði á ensku og íslensku
  • • lesa í umhverfi sitt og geta lýst því hvernig veðrið er og spáð hvernig framhaldið verður
  • • nota hrá veðurfarsgögn til að spá fyrir um veður
  • • skilja sérhæfða texta á ensku
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • yfirfæra bóklega þekkingu á daglegt líf
  • • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um veðurfræði bæði á ensku og íslensku
  • • geta lesið sér til gagns um flókið efni, fræðilegs og/eða tæknislegs eðlis á ensku
  • • geta lýst skýrt og greinilega á ensku flóknum hlutum eða ferlum á sviði veðurfræði
  • • afla heimilda á íslensku og ensku og meta gildi þeirra
  Námsmat byggir á vettvangsferðum, hópavinnu, umræðum, verklegu námi, ritunaræfingum og prófum jafnt munnlegum sem skriflegum. Áfanginn er lagður upp sem símatsáfangi.