Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425981393.15

  Danska B2 frh.
  DANS2AU05
  25
  danska
  Evrópski tungumálaramminn danska B2 framhald
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur lesa fjölbreytta texta og lögð er áhersla á að þeir vinni verkefni sjálfstætt. Áhersla er lögð á aukna færni bæði í rit- og talmáli og hlustun. Horft á kvikmyndir og stuttmyndir og verkefni gerð útfrá þeim.
  5 feiningar á 2. þrepi í dönsku.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • krefjandi orðaforða bæði úr bókmenntatextum og rauntextum
  • dönsku þjóðlífi og menningu og hvernig danskan getur nýst á hinum Norðurlöndunum
  • almennum málfræðireglum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja mál sem talað er við mismunandi aðstæður
  • lesa fjölbreytta texta
  • skrifa margs konar texta og fylgja helstu rithefðum
  • túlka mismunandi bókmenntatexta
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni
  • tjá sig um fjölbreytt málefni á viðeigandi dönsku bæði munnlega og skriflega
  • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
  • taka þátt í daglegum samræðum við fólk sem hefur dönsku að móðurmáli
  Próf og verkefni, munnleg og skrifleg