Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1425943138.35

  VIðskiptaenska
  ENSK2VE05
  43
  enska
  enska, viðskipta
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Byggt er á fyrri áföngum og ætlast til þess að nemendur séu vel að sér í málfræði og setningarfræði enskunnar. Stefnt er að aukinni færni nemandans í málfari og orðaforða sem notaður er í viðskiptum; hlustun, tali, lestri og ritun
  10 feiningar á 2. þrepi í ensku.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • formlegum samskiptum, fyrirtækjamenningu og siðum í löndum þar sem enska er notuð sem samskiptamál í verslun og viðskiptum
  • menningu mismunandi málsvæða sem nota ensku sem viðskiptamál í samskiptum sínum við aðrar þjóðir
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari sem tilheyrir viðskiptaumhverfi
  • lesa fjölbreytta texta sem snúast um verslun og viðskipti
  • skilja mál og hugtök sem notuð eru við aðstæður þar sem t.d. verslun, viðskipti, hagfræði og viðskiptafræði eru rædd
  • skrifa formleg verslunarbréf, netpóst og nota önnur formleg samskiptaform
  • tjá sig skýrt og hnökralaust um efni sem snýr að viðskiptum og verslun
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja almennar samræður, t.d. fjölmiðlaefni um viðskipti, kauphallarfréttir og annað sem viðkemur verslun og viðskiptum
  • tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við aðstæður sem koma upp í viðskiptum
  • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
  Próf og verkefni, munnleg og skrifleg