Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425387216.83

    Varma- og aflfræði
    EÐLI2AV05
    21
    eðlisfræði
    Afl- og varmafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er farið í helstu hugtök úr varma- og aflfræði: Gasjöfnuna fyrir kjörgas, eðlisvarma, varmarýmd, bræðsluvarma, jafngildi varmaorku og vélrænnar, skákast við yfirborð jarðar, skriðþunga í fleti, hringhreyfingu, lögmál Kepler, þyngdarlögmálið, sveifluhreyfingu, einfaldan pendúl, bylgjuhreyfingu, Dopplerhrif, desíbelskalann og lögmál Snells svo eitthvað sé nefnt. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með tilraunum, kynnist nútímatækni við skráningu og úrvinnslu og riti vinnubók.
    EÐLI2GR05 eða samsvarandi áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • varmafræði og gasjöfnu
    • tvívíðri hreyfingu
    • hringhreyfingu
    • þyngdarlögmálinu
    • bylgjuhreyfingu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita viðeigandi lögmálum og jöfnum við úrlausnir á verkefnum
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • nota rökhugsun til að gera sér grein fyrir hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Verkefni, vinnubækur, heimadæmi og próf.