Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424965529.92

  Enska C1 - kvikmyndir og samfélag
  ENSK3KV05
  38
  enska
  kvikmyndaáfangi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Byggt er á hæfni nemenda sem hafa lokið tíu feiningum á 3. þrepi í ensku. Í þessum áfanga er farið í sögu kvikmyndanna og lögð áhersla á gagnrýna skoðun á myndmáli og staðalímyndum í kvikmyndum. Meðal þess sem tekið er fyrir eru staðalímyndir kynþátta, birtingarmyndir stéttaskiptingar, kynhneigð, staða kynjanna og aðrir félagslegir þættir.
  10 feiningar á 3. þrepi í ensku.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum kvikmyndafræðinnar
  • megin straumum og stefnum í kvikmyndasögunni
  • algengum staðalímyndum og birtingarmyndum félagslegra þátta og áhrifum þeirra á samtímann
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita helstu hugtökum kvikmyndafræðinnar á kvikmyndir
  • taka þátt í gagnrýnum umræðum
  • skrifa kvikmyndagagnrýni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig á markvissan hátt bæði í ræðu og riti um kvikmyndir af talsverðri þekkingu og dýpt
  • geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • greina tegund kvikmyndar og hlutverk persóna í kvikmyndum
  • túlka myndmál, draga ályktanir, gera grein fyrir máli sínu og rökstyðja skoðanir sínar
  Ýmis próf, kvikmyndagagnrýni, verkefni, rökræður og kynningar.