Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424961602.89

  Enska C1 - Ritun
  ENSK3RI05
  39
  enska
  Ritun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Byggt er á hæfni nemenda sem hafa lokið 10 feiningum á 3. þrepi í ensku. Í þessum áfanga er lögð áhersla á skrif þar sem gerðar eru auknar kröfur um sjálfstæð vinnubrögð nemandans. Hér er svigrúm til að nýta sérhæfingu og/eða áhugasvið nemenda. Sem dæmi má nefna fréttatengd skrif, ritgerðir um bækur og kvikmyndir, efni tengt ákveðnum námsgreinum o.fl. Gerðar eru miklar kröfur um færni í skriflegri tjáningu.
  10 feiningar á 3. þrepi í ensku.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu einkennum ólíkra rithefða
  • viðeigandi málnotkun með tilliti til lesendahóps
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna sjálfstætt og geta dregið ályktanir byggðar á textum og heimildum
  • leita eftir upplýsingum í margvíslegum miðlum og kafa dýpra í viðfangsefnið
  • lesa texta sér til fræðslu og ánægju
  • skrifa greinargóðan og vel skipulagðan texta um flókin efni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • beita málinu í ræðu og riti án vandkvæða
  • taka fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • túlka upplýsingar, draga ályktanir, gera grein fyrir máli sínu og rökstyðja skoðanir sínar
  • miðla upplýsingum og skoðunum sínum sem og annarra
  Skriflegar æfingar og skil, t.d. ritgerðir, leiðarar, ferilritun, o.s.frv., auk kynninga.