Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424954590.02

  Franskar bókmenntir og menning B1.2
  FRAN2BM05
  8
  franska
  Franskar bókmenntir og menning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Lögð er áhersla á lestur bókmennta og fræðslu um franska menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Franskir og aðrir frönskumælandi rithöfundar eru kynntir og lesið úr verkum þeirra. Nemendur fást við fjölbreyttara og þyngra efni en áður og eru hvattir til aukins sjálfstæðis í vinnubrögðum.
  5 feiningar á 2. þrepi í frönsku
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreyttum orðaforða
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum sem tungumálið er talað
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa franska texta um margs konar efni eins og t.d. bókmenntatexta, ljóð og fræðsluefni
  • skrifa texta um margs konar efni á frönsku og fylgja helstu reglum um málbeitingu
  • tjá sig um efni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
  • skilja talað mál við mismunandi aðstæður
  • taka þátt í samskiptum á viðeigandi hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja megininntak erinda og rökræðna
  • tjá skoðanir sínar bæði munnlega og skriflega
  • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt
  • lesa bókmenntatexta og fræðsluefni sér til gagns og gamans
  • gera sér grein fyrir ólíkum viðhorfum og gildum sem hafa mótað menninguna í frönskumælandi löndum og geti tengt þau eigin menningu
  Próf og verkefni, munnleg og skrifleg