Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424804764.65

  Þýska – Land og þjóð B1.2
  ÞÝSK2ME05
  11
  þýska
  Menning, land og þjóð
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur fræðast um ýmislegt sem tengist Þýskalandi og öðrum þýskumælandi löndum, fólkinu sem þar býr, siðum þess og venjum. Nemendur lesa sjálfstætt fjölbreytta texta svo sem stuttar sögur, samtöl og blaðagreinar. Nemendur leita upplýsinga, greina o.fl. á netinu. Áhersla er lögð á að nemendur tjái sig munnlega um það sem þeir lesa og upplifa t.d. af vefmiðlum og kvikmyndum. Stefnt er að því að nemendur haldi kynningar fyrir kennara og samnemendur í hópnum um þau mismunandi efni sem unnið er með í áfanganum og eru þeir hvattir til sjálfstæðis í vinnubrögðum.
  5 feiningar á 2. þrepi í þýsku.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fjölbreyttum orðaforða
  • grundvallaruppbyggingu þjóðfélagsins í þýskumælandi löndum
  • notkun tungumálsins við mismunandi aðstæður bæði munnlega og skriflega
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál sem talað er við mismunandi aðstæður sem og algeng orðasambönd
  • lesa texta á fjölbreyttu formi
  • taka virkan þátt í samskiptum og beita málfari við hæfi
  • skrifa margs konar texta og fylgja helstu reglum um málbeitingu
  • tjá sig um efni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í skoðanaskiptum, munnlega og skriflega, á viðeigandi hátt
  • taka virkan þátt í samræðum
  • tjá eigin skoðanir, skrifa texta frá eigin brjósti
  • tileinka sér efni ritaðs máls og hagnýta á mismunandi hátt
  Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra (lestur, hlustun, tal og ritun). Mat felst í prófum og verkefnum, munnlegum og skriflegum.