Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424797484.21

  Spænska bókmenntir og listir B1.2
  SPÆN2BL05
  9
  spænska
  Bókmenntir og listir
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga er unnið með námsefni af menningarlegum toga til að dýpka skilning nemenda á menningu spænskumælandi landa. Nemendur lesa valda bókmenntatexta og læra sögu þjóða í gegnum þá og kynna sér listgreinar með það að leiðarljósi að auka orðaforða og þekkingu á sérkennum þjóðanna. Þeir vinna þemaverkefni og kynna fyrir samnemendum sínum. Megináhersla verður lögð á hlustun og tal. Ætlast er til að nemendur sýni meira sjálfstæði en fyrr í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla.
  5 feiningar á 2. þrepi í spænsku.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
  • bókmenntum, listum og sögu spænskumælandi landa
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem spænska tungumálið er notað
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • fylgja meginþræði í samræðum eða umfjöllun um tiltekin málefni daglegs lífs
  • lesa ýmiss konar texta og greinar um valið efni
  • taka þátt í samskiptum og beita málfæri við hæfi
  • halda stutta og hnitmiðaða kynningu um efni sem hann hefur valið sjálfur
  • skrifa hnitmiðaða frásögn og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá eigin skoðanir, bæði munnlega og skriflega, rökstyðja mál sitt
  • miðla sinni þekkingu og skoðun á efni sem hann hefur kynnt sér
  • fjalla á ítarlegan hátt, bæði munnlega og skriflega um skáldverk sem hann hefur lesið eða kvikmynd sem hann hefur séð í áfanganum
  • gera sér grein fyrir ólíkum viðhorfum og gildum sem hafa mótað menninguna í spænskumælandi löndum og geti tengt þau eigin menningu
  Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra: lesturs, hlustunar, tals og ritunar. Mat felst í verkefnum, munnlegum og skriflegum prófum.