Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424795830.05

  Spurningaleikir
  SPUR1SP03
  1
  Spurningaleikir
  Spurningaleikir
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Áfanginn er fyrir alla sem hafa áhuga á að auka við þekkingu sína á hinum ýmsu sviðum. Í áfanganum búa nemendur til lista yfir ýmislegt sem mannkynið hefur mótað, fundið upp eða komist að í gegnum tíðina. Nemendur þjálfast í að leita að markverðum staðreyndum, búa til spurningar um þær og leggja margvíslegt efni á minnið. Reglulega keppa nemendur sín í milli og þeir þjálfaðir í þeim atriðum sem eru áberandi í skólakeppninni "Gettu betur"
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gerð spurninga bæði í stuttu og löngu formi
  • ýmsum fræðasviðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • búa til markvissar spurningar sem henta í spurningaleiki
  • afla upplýsinga bæði á veraldarvefnum og í bókum
  • svara spurningum hratt og vel
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í spurningakeppni
  • setja saman spurningaleiki og sjá um framkvæmd þeirra
  • meta menntunargildi spurningaleikja
  Kennari sér um námsmat og er því lýst nánar í kennsluáætlun.