Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424793381.75

    Fjölmiðlafræði
    FJÖL1FS05
    3
    fjölmiðlafræði
    Fjölmiðlar og samfélagið, blaðamennska
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Kynning á helstu kenningum, aðferðum og viðfangsefnum fjölmiðlafræðinnar. Áfanginn fjallar um áhrif og innihald fjölmiðla. Unnið er að gerð og birtingu fjölmiðlaefnis.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverki fjölmiðla, áhrifum og innihaldi
    • ferli boðmiðlunar og hvernig sprautu-, tveggjaþrepa- og notagildiskenningar skýra áhrif fjölmiðla á viðtakendur
    • einkennum hvers miðils og notagildi
    • einkennum frétta og vinnuaðferðum blaðamanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna fjölmiðlaefni
    • vinna í hóp og bera sameiginlega ábyrgð á námsafurð sem er birt í ritstýrðum miðli
    • tvinna saman mynd og texta í nothæfa afurð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta umfang eigin fjölmiðlaneyslu
    • vinna eftir ferli nýsköpunar þar sem lausn er fundin á vanda eða þörf sem síðan er fylgt eftir með nothæfri afurð
    Þekking er prófuð með prófum, verkefnahefti og/eða ferilmöppu. Leiðsagnarmat, jafningjamat og sjálfsmat.