Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424778954.1

  Franska fyrir byrjendur A1.1
  FRAN1AG05
  9
  franska
  evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a1
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áhersla er lögð á að auka enn frekar við orðaforða nemenda. Lesnir verða lengri textar. Nemendur eru þjálfaðir í að skrifa stutta texta og hlusta á samtöl og leikþætti. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig munnlega. Ýtt er undir sjálfstæð vinnubrögð í tungumálanáminu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu reglum í frönskum framburði
  • algengum kveðjum og samskiptavenjum
  • orðaforða til að kynna sig og aðra og lýsa nánasta umhverfi
  • grunnatriðum franskrar málfræði og málnotkunar
  • útbreiðslu frönskunnar og nokkrum þáttum í menningu frönskumælandi landa
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita málvenjum við hæfi
  • tjá sig í ræðu og riti á einfaldan hátt um efni sem tengist honum og hans nánasta umhverfi
  • skilja einfalt talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt
  • lesa stutta og einfalda texta um kunnuglegt efni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • eiga einföld samskipti á frönsku og beita viðeigandi málsniði í samskiptum
  • lesa mjög einfalda texta sér til gagns og gamans
  Próf og verkefni, munnleg og skrifleg.