Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424778805.42

  Spænska fyrir byrjendur, framhald A1.2
  SPÆN1AF05
  27
  spænska
  evrópski tungumálaramminn, framhald, stig a1
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, frásögn, hlustun og ritun, þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa. Ný málfræðiatriði eru þjálfuð, nemendur læra að tjá sig um liðna atburði. Orðaforði er aukinn, nemendur læra að tjá sig um almenn atriði daglegs lífs: tómstundir, áhugamál og skoðanir.
  5 feiningar á 1. þrepi í spænsku.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða sem tengist daglegum athöfnum og samskiptum
  • öllum helstu reglum um framburð tungumálsins
  • grunnatriðum málfræðinnar og málnotkunar
  • útbreiðslu tungumálsins, samskiptavenjum og siðum mismunandi spænskumælandi þjóða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum og einnig meginefni í einföldum, skýrum skilaboðum og tilkynningum
  • lesa og skilja einfalda texta
  • tjá sig á einfaldan hátt um daglegar athafnir sínar bæði í nútíð og þátíð
  • skrifa einfalda texta um kunnugleg málefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina einfaldar upplýsingar um kunnugleg málefni í mæltu og rituðu máli
  • taka þátt í samræðum um kunnugleg málefni og beita viðeigandi málsniði í samskiptum
  • miðla efni sem hann hefur kynnt sér
  Námsmatið endurspeglar þjálfun færniþátta í kennslu. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra: lesturs, hlustunar, tals og ritunar. Mat felst í verkefnum, munnlegum og skriflegum prófum.