Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424778352.84

  Spænska fyrir byrjendur A1.1
  SPÆN1AG05
  25
  spænska
  evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a1
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur eru þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, frásögn, hlustun og ritun. Áhersla er lögð á framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Fléttað er inn í kennsluna menningu spænskumælandi landa.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða til að kynna sig og aðra og lýsa nánasta umhverfi
  • helstu reglum um framburð tungumálsins
  • grunnatriðum spænskrar málfræði og málnotkunar
  • spænskumælandi löndum, útbreiðslu tungumálsins, samskiptavenjum og siðum mismunandi spænskumælandi þjóða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja einfalt talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt
  • lesa og skilja einfalda texta
  • taka þátt í einföldum samræðum um afmarkað kunnuglegt efni
  • nota einföld orðasambönd og setningar til að kynna sig og segja frá fólki sem hann þekkir
  • skrifa stutta og einfalda texta um sjálfan sig, um fjölskyldu sína og nánasta umhverfi
  • beita helstu málnotkunarreglum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í einföldum samræðum á spænsku
  • lesa einfalda texta sér til gagns og gaman
  • greina einfaldar upplýsingar um kunnugleg efni bæði í töluðu og rituðu máli og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
  Námsmatið endurspeglar þjálfun færniþátta í kennslu. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra: lesturs, hlustunar, tals og ritunar. Mat felst í verkefnum, munnlegum og skriflegum prófum.