Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424459990.38

  Nýsköpun - frá hugmynd til markaðssetningar
  NÝSK3SF05
  3
  nýsköpun
  Nýsköpun, stofnun og rekstur fyrirtækja
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem meðal annars felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á eigin nýsköpunarhugmynd/viðskiptahugmynd. Farið er í grunnatriði sem hafa verður í huga þegar viðskiptahugmynd er komið á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að viðskiptahugmynd hópsins sé raunhæf. Nemendur koma sér saman um eina hugmynd (vöru eða þjónustu) og þurfa að fjármagna hana, framleiða, markaðssetja og selja. Áhersla er lögð á samvinnu atvinnulífs og skóla.
  NÝSK2HH05 og/eða 10 feiningar í viðskiptagreinum á 1. og 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ferli frá hugmynd til markaðssetningar
  • ferli við að stofna og reka lítið fyrirtæki
  • mikilvægi góðrar stjórnunar og markmiðasetningu
  • mikilvægi góðrar viðskiptaáætlunar
  • fjármögnun fyrirtækja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja sér raunhæf markmið
  • gera viðskiptaáætlun
  • vinna sjálfstætt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta skilgreint þörf og unnið að lausn frá hugmynd til afurðar
  • koma auga á tækifæri til nýsköpunar
  • þróa nýsköpunarhugmynd í samvinnu við aðra
  Fjölbreytt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Nemendur skila skýrslu eða viðskiptaáætlun.