Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424450821.08

  Markaðsfræði I
  MARK2AM05
  3
  markaðsfræði
  almenn markaðsfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Farið er yfir grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Fjallað er um söluráðana og samval þeirra við markaðssetningu. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, markaðsrannsóknir, markaðsáætlanir og vinnubrögð við markaðssetningu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • söluráðunum fjórum
  • markaðshlutun
  • markaðsáætlunum
  • helstu hugtökum og hugmyndum varðandi vöruþróun
  • helstu þáttum í umhverfi fyrirtækja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • velja saman söluráða
  • greina umhverfi og markaðshluta
  • gera litla markaðsathugun og greina niðurstöður
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þróa og markaðssetja vöru og/eða þjónustu
  Símat. Nemendur vinna raunhæf verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.