Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424426070.79

    Nútímabókmenntir
    ÍSLE3NB05
    44
    íslenska
    nútímabókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur lesa íslenska bókmenntatexta 20. og 21. aldar. Þeir fá þjálfun í að greina og túlka smásögur, skáldsögur og ljóð, tengja textana við bókmenntastefnur og setja þá í samhengi við ritunartíma og samtíma. Nemendur rökstyðja skoðun sína á textunum skriflega og munnlega og fá tækifæri til að nýta þekkingu sína og sköpunargáfu. Nemendur fá þjálfun í notkun hjálpargagna við textagerð og munnlegan flutning.
    5 feiningar á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum við greiningu bókmenntatexta
    • helstu einkennum íslensks máls sem nýtast í ræðu og riti
    • samningu bókmenntaritgerða
    • straumum og stefnum í íslenskum bókmenntum 20. og 21. aldar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina bókmenntatexta
    • tjá sig munnlega og skriflega á greinargóðu og blæbrigðaríku máli
    • setja saman ritgerð um bókmenntir
    • átta sig á eðli bókmenntatexta 20. og 21. aldar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta og geta valið ritstíl eftir viðtakendum
    • beita tungumálinu á árangursríkan og viðeigandi hátt
    • tjá rökstudda afstöðu og taka virkan þátt í málefnalegri umræðu
    • beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
    • átta sig á samfélagslegri skírskotun og duldum boðskap í ólíkum bókmenntatextum
    • draga saman aðalatriði og miðla á skýran hátt
    • sýna víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum
    Fjölbreytt verkefnavinna og próf af ýmsu tagi.