Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424360441.84

    Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta
    ÍSLE3BÓ05
    42
    íslenska
    Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra. Nemendur fá þjálfun í notkun hjálpargagna við textalestur og textaskýringar.
    ÍSLE2GM05 eða sambærilegur áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • bókmenntasögu tímabilsins
    • fornum bragarháttum og einkennum þeirra
    • því umhverfi sem ólíkar fornbókmenntir spretta úr
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skýra bókmenntatexta í bundnu sem óbundnu máli
    • beita orðaforða þeirra texta sem lesnir eru
    • tjá sig munnlega og skriflega á greinargóðu máli um efni fornra texta
    • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta með fjölbreyttum orðaforða
    • geta séð af bókmenntatexta hvaða bókmenntgrein hann tilheyrir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja saman umfjöllun eða ritgerð um einstök/valin viðfangsefni fornbókmennta
    • beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu bókmenntatexta
    • draga saman aðalatriði og miðla niðurstöðu á skýran hátt
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    Fjölbreytt verkefnavinna og próf af ýmsu tagi.