Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1424274232.5

  Þjóðhagfræði II
  HAGF3FÞ05
  3
  hagfræði
  framhald, Þjóðhagfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á starfsemi þjóðarbúsins og hreyfiöflum efnahagsþróunar, ásamt því að fjalla um alþjóðlega samvinnu í efnahagsmálum. Fjallað er um markmið hagstjórnunar og helstu hagstjórnartæki. Alþjóðlegar stofnanir og samtök á efnahagssviði eru kynnt, einkum í ljósi áhrifa þeirra á íslenskt efnahagslíf.
  5 feiningar í þjóðhagfræði á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hringrás efnahagslífsins og samhengi hagstærða
  • ólíkum viðhorfum til efnahagsstefnunnar
  • mikilvægi alþjóðlegra stofnana og samtaka á íslenskt efnahagslíf
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita upplýsingatækni við lausn verkefna
  • útskýra algengustu hugtök sem unnið er með í áfanganum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í daglegri efnahagsumræðu
  • tjá sig munnlega og skriflega um hagræn málefni og mótað sjálfstæðar skoðanir
  • reikna út ýmsar hagstærðir og lesa úr línuritum
  Símat. Nemendur vinna verkefni þar sem helstu hugtök og aðferðir eru notaðar.