Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1423828823.73

  Mólhugtakið og efnahvörf
  EFNA2AM05
  17
  efnafræði
  atóm, mól og efnahvörf. byrjunaráfangi í efnafræði á náttúruvísindabraut
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga er fjallað um mólhugtakið, hlutfallareikning, efnatengi, efnahvörf, oxun/afoxun, ástand efna, lausnir, sýrur og basa.
  Efnafræði á 1. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • efnatengjum
  • • mólhugtakinu og hlutföllum í efnahvörfum
  • • oxun og afoxun
  • • ástandsformi efna
  • • mismunandi lausnum og leysni efna
  • • sýrum, bösum og pH-hugtakinu
  • • tækjum og tólum á rannsóknarstofu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • nota mólhugtakið við einfalda útreikninga
  • • meta hvort efni oxist eða afoxist í efnahvörfum
  • • nota gaslögmálin við útreikninga
  • • reikna mólstyrk efna
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • notfæra sér lotukerfið og nauðsynlegar hjálpartöflur
  • • blanda og þynna lausnir með hjálp tækja og tóla á rannsóknarstofu
  • • beita sjálfstæðum vinnubrögðum við úrlausnir
  • • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi