Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1421841590.08

  Lífsleikni - einstaklingurinn
  LÍFS1ÉG03
  32
  lífsleikni
  samfélagið, skólinn, Ég
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  Áfanginn á að gefa nemandanum dýpri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu og styrkja hann til að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • uppbyggingu skólakerfisins og námsframboði á framhalds- og háskólastigi
  • • árangursríkum námsaðferðum og leiðum til að skipuleggja tíma sinn
  • • sjálfsmyndinni og tengslum hennar við gildismat og lífsstíl
  • • grundvallarhugtökum er varða fjármál
  • • þeim hugmyndum sem liggja siðferði okkar til grundvallar
  • • umhverfisvernd
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • skipuleggja námsframvindu sína
  • • gera kostnaðaráætlun varðandi einkaneyslu
  • • tjá skoðanir sínar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • velja sér nám við hæfi
  • • vera fær um að ígrunda og gagnrýna eigið gildismati og lífsstíl
  • • leggja sitt af mörkum til umhverfisverndar
  • • greina og leysa úr siðferðisvanda
  Verkefnamappa, tímaverkefni, þátttaka og mæting.