Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1421334460.63

  Hagnýt stærðfræði
  STÆR2HS05
  43
  stærðfræði
  hagnýt, stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Hagnýt stærðfræði. Farið verður í verslunarreikning (jöfnur, hlutfalla-, prósentu og vaxtareikning, verðtryggingu og erlendan gjaldeyri) og grunnþætti tölfræði (tíðni og gröf, miðsækni og dreifingu). Nemendur læra að nota töflureikni við útreikning og úrvinnslu gagna.
  Nemandi þarf að hafa staðist kröfur grunnskólans í stærðfræði eða náð fornámsáfanga í stærðfræði.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • einföldum 1. stigs jöfnum
  • • grunnaðgerðum í verslunarreikningi
  • • framsetningu gagna í tíðnitöflum og myndrænni framsetningu þeirra
  • • mismunandi aðferðum til að lýsa dreifingu og miðsækni gagna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • reikna hlutföll, vexti og vaxtavexti
  • • vinna með verðtryggingu og gengi
  • • vinna með gögn í töflureikni, gera töflur, reikna miðsækni og frávik
  • • nota töflureikni til að setja gögn fram á myndrænan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • leysa reikningsdæmi sem tengjast daglegu lífi og starfi
  • • greina tölfræðileg gögn sem m.a. birtast í fjölmiðlum
  • • beita efni áfangans á ný viðfangsefni í frekara námi
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat og sjálfstæð vinnubrögð. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir hlutapróf og verkefni. Lokapróf er í áfanganum.