Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1418734934.97

  Lyfjafræði ritara 2
  LYFR2LR04(FÁ)
  2
  Lyfjafræði ritara
  eftirlit, lyfseðlar, lög, reglugerðir
  Samþykkt af skóla
  2
  4
  Í áfanganum er farið vel í lyfjalög og reglugerðir um gerð lyfseðla, ávísun lyfja, afgreiðslu lyfseðla og afhendingu lyfja. Fjallað er um verðlagningu lyfja og lyfjaverðskrá og hámark sem ávísa má á ýmsum lyfjum. Farið er í greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði, lyfjaskírteini sjúklinga og undanþágulyf. Farið er í þá gagnagrunna sem embætti landlæknis starfrækir, í þeim tilgangi að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Að lokum er farið í lyfjagát (pharmacovigilance).
  LYFR2SF04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • reglugerð um lyfjalög nr. 93/94
  • reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja
  • reglugerð um afgreiðslu lyfseðla og afhendingu lyfja
  • mismunandi tegundum lyfseðla og reglum sem gilda um afgreiðslu þeirra
  • ástæðu fyrir lyfseðilsskyldu og eftirritunarskyldu lyfja
  • uppbyggingu lyfjaverðskrár og verðlagningu lyfja
  • hámarksmagni sem ávísa má af ýmsum lyfjum
  • reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði
  • gagnagrunnum í tengslum við eftirlit á ávísun lyfja
  • lyfjagát
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leita eftir upplýsingum um lyf í sérlyfjaskrá og lyfjaverðskrá á netinu
  • leita að upplýsingum um lyfjamál í lögum og reglugerðum
  • veita upplýsingar um efni sem tengjast lyfjalögum og reglugerðum
  • leiðbeina sjúklingum hvert leita eigi aðstoðar varðandi lyf
  • veita upplýsingar um niðurgreiðslukerfi lyfja
  • yfirfara lyfseðla og leiðrétta í samráði við lækni/lyfjafræðing
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sjá um lyfjaendurnýjun fyrir sjúklinga
  • starfa á mismunandi vettvangi lyfjamála í anda þeirra laga sem gilda á viðkomandi vinnustað
  Verkefnavinna, hlutapróf, lokapróf eða símat