Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1417777061.41

  Viðskiptastærðfræði
  STÆR2VS05
  83
  stærðfræði
  Viðskipta stærðfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er farið yfir ýmis konar fjármálareikning, svo sem hefðbundinn vaxtaútreikning, ýmis vaxtahugtök eins og forvextir, virkir vextir og raunvextir. Einnig er fjallað um jafngreiðsluraðir og jafngreiðslulán, núvirðisútreikninga og mat á arðsemi fjárfestingarkosta. Þá er fjallað um aðferðir við að reikna út gengi skuldabréfa.
  STÆR2AF05 eða sambærilegur áfangi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hinum ýmsu vaxtahugtökum eins og forvöxtum, virkum vötxtum og raunvöxtum
  • núvirði greiðsluraða
  • framtíðarvirði greiðsluraða
  • hverju gengi skuldabréfa er byggt á
  • mismunandi gerðum skuldabréfa eins og eingreiðsluskuldabréf (kúlulán) og skuldabréf með jöfnum afborgunum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota núvirðisaðferð við útreikning á fjárfestingarvalkostum
  • bera saman vaxtakjör eftir tegundum þeirra
  • reikna greiðslubyrði jafngreiðslulána
  • reikna greiðslubyrði lána með jafnar afborganir
  • Reiknað gengi skuldabréfa eftir gerðum þeirra, s.s. eingreiðsluskuldabréf (kúlulán) og skuldabréf með jöfnum afborgunum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta gæði fjárfestingarvalkosta
  • meta og bera saman ólíka ávöxtunarmöguleika
  Námsmat er útfært í kennsuáætlun í samræmi við skólanámskrá.