Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1417510791.66

  Næringarfræði: grunnáfangi
  NÆRI1GR05
  4
  næringarfræði
  grunnáfangi í næringarfræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist áhrifum næringar og mataræðis á líðan og heilsu einstaklinga og þekki samspil næringar og hreyfingar. Kynntar eru ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Skoðað er hvað liggur til grundvallar þeim ráðleggingum og hvaða ávinning hægt er að ná með því að fylgja þeim. Í áfanganum er farið í orkuþörf og næringarefnaþörf líkamans og ráðlagða dagskammta. Einnig er fjallað er um hreyfingu, holdafar og meltingu. Farið er í mataræði og fjallað um máltíðaskipan, skammtastærðir, fjölbreytni, fæðuflokka og mikilvægi hvers fæðuflokks. Næring er skoðuð m.a. orkuefnin, vítamín, steinefni og önnur efni. Leitast verður við að tengja námsefnið við mismunandi þarfir nemenda og áhugasvið þeirra, auk annarra heilsutengdra áfanga innan skólans.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ráðleggingum um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri og hvað liggur til grundvallar þeim ráðleggingum
  • þekki þau áhrif sem mataræði hefur á líkamsstarfsemina og heilsufar fólks
  • þekki fæðuflokkana og mikilvægi hvers þeirra í mataræði auk mikilvægi fjölbreytni og góðrar samsetningar fæðunnar
  • þekki orkuefnin, vítamín og steinefni og viti meginvirkni hvers þeirra og viti hvað ráðlagður dagskammtur stendur fyrir, efri og neðri mörk neyslu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skoða eigið mataræði á gagnrýninn hátt og meta hvað megi betur fara og hvað sé gott
  • reikna út næringargildi fæðu með næringarefnatöflum og reikniforritum
  • finna ákjósanlegar fæðutegundir til að bæta mataræði sitt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bæta eigið mataræði og geta sett saman ákjósanlegt mataræði fyrir sig og aðra
  • taka þátt í gagnrýnum umræðum um ýmsar mýtur um kosti og ókosti einstakrar fæðu eða mataræðis
  • tengja þekkingu sína á líkamsstarfseminni og þörfum líkamans á næringu við líðan og árangur í daglegu lífi, skóla og íþróttum svo eitthvað sé nefnt
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.