Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1417510636.87

  Líffæra og lífeðlisfræði
  LÍOL2SS05
  7
  líffæra og lífeðlisfræði
  Stoðkerfi, stjórnkerfi
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er farið yfir helstu grundvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði mannslíkamans. Fjallað er um gerð mannslíkamans, farið í byggingu frumunnar og innri starfssemi ásamt hlutverkum frumulíffæra. Einnig eru vefir og vefjaflokkar skoðaðir. Líkamskerfi sem farið er í eru: þekjukerfið, beinakerfið, vöðvakerfið, taugakerfið og skynfæri og innkirtlakerfið.
  NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnbyggingu og starfsemi mannslíkamans
  • starfsemi frumna og vefjagerðar
  • helstu líffærum og líffærakerfum og samspili þeirra í viðhaldi á samvægi í líkamanum
  • byggingu og starfsemi þekju-, beina-, vöðva-, tauga- og innkirtlakerfis
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • útskýra byggingu og hlutverk þekju-, beina-, vöðva-, tauga- og innkirtlakerfis
  • notast við latnesku fræðiheitin
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á tengslum tveggja eða fleiri líffærakerfa
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.