Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1417192281.69

  Uppeldis- og menntunarfræði
  UPPE2UM05
  14
  uppeldisfræði
  uppeldis- og menntunarfræði - inngangur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fræðigreinin kynnt og fjallað er um rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi er skoðað og rætt. Hin ólíku viðhorf til mannlegs eðlis eru tekin til umfjöllunar í ljósi kenninga um menntun og uppeldi. Þróun uppeldis- og menntunarviðhorfa í Evrópu er lauslega kynnt og kenningar frumkvöðla innan greinarinnar. Fjallað er um gildi bóklestrar, lista, íþrótta, og leiks í uppeldi sem og notkun barna og unglinga á stafrænum miðlum og áhrif fjölmiðla. Kynhlutverk, uppeldi og samskipti barna og foreldra er einnig tekið til umræðu.
  FÉLV1ÞF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein og þróun hennar
  • helstu hugtök og kenningar frumkvöðla innan greinarinnar
  • leiðum uppeldisfræðinnar til að útskýra þroskaferil barna og unglinga
  • ýmsum þáttum sem hafa áhrif á uppeldi og menntun
  • niðurstöðum rannsókna á mismunandi uppeldisaðferðum foreldra
  • rannsóknaraðferðum í félagsvísindum með höfuðáherslu á kannanir og vettvangsathuganir
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka þátt í samvinnunámi og hópavinnu
  • gerð rannsóknaritgerða
  • að sýna frumkvæði
  • taka þátt í umræðum um málefni
  • að beita ólíkum aðferðum í upplýsingaöflun
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
  • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
  • að halda fyrirlestra og kynna efni munnlega fyrir samnemendum
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leggja sjálfur gagnrýnið mat á hvað er vænlegt til árangurs í uppeldi barna
  • geta hagnýtt sér kenningar í raunhæfum verkefnum
  • meta siðferðileg álitamál í tengslum við uppeldi og menntun
  • framkvæma og vinna úr könnunum á fræðilegan hátt
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.