Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1414852622.58

  Skjalastjórnun
  SKJA1SV02(FÁ)
  1
  Skjalastjórnun
  Förgun, stjórnun, vistun
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Í áfanganum er fjallað um kerfisbundna stjórn á skjölum frá því þau verða til þar til þeim er eytt eða komið fyrir í varanlegri geymslu. Kynntar eru aðferðir og markmið skjalastjórnar, sem og lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn. Ítarlega er fjallað um mismunandi skjalavistunarkerfi, kosti þeirra og galla. Enn fremur er fjallað um öryggismál, húsnæði og búnað skjalasafna og eyðublaðastjórn
  Almennt tölvulæsi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu skjalasafna og skjalavistunar í aldanna rás
  • lagalegum bakgrunni skjalasafna nútímans
  • mikilvægi skjalastjórnunar í heilbrigðisstofnun
  • mismunandi tegundum skjala
  • ferli skjala frá myndun skjals til varanlegrar vistunar eða förgunar
  • þeim ytri aðstæðum sem geta ógnað umhverfi skjala
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota vinnubrögð sem þarf til að gera skjalasafn að virkum hluta stofnunar
  • útbúa einfalda geymsluáætlun skjala
  • greina hvenær óhætt er að grisja skjöl
  • útbúa bréfadagbók
  • nota mismunandi skjalavistunarkerfi
  • annast eyðublaðastjórnun innan stofnunar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja það skjalavistunarkerfi sem hæfir viðkomandi stofnun
  • geta leiðbeint við val á húsnæði til varðveislu skjala
  • nota skjalavistunarkerfi til að flokka skjöl
  • útskýra öryggisatriði sem þarf að hafa í huga við varðveislu skjala
  • nýta sér bréfadagbók til að halda utan um öll skjöl stofnunar á hverjum tíma
  Gagnvirk verkefni og lokapróf.