Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1414852007.54

  Ritvinnsla
  RITV1NÁ05(FÁ)
  1
  Ritvinnsla
  Nákvæmni, ritvinnsla
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er fjallað um markvissa notkun á ritvinnsluforritum og hugbúnaði sem tengist almennri skjalavörslu og tölvunotkun. Áhersla er lögð á að efni áfangans nýtist nemendum við framsetningu á efni í ritvinnsluforritum í námi og starfi. Jafnframt er lögð áhersla á nemendur temji sér hraðvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • markvissri nýtingu ritvinnsluforrita með áherslu á Microsoft Office umhverfið
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja gögn upp á markvissan og skýran máta í ritvinnslu s.s. töflur, sniðmát og stíla, efnisyfirlit, atriðisorðaskrár, neðan- og aftanmálsgreinar í Word ritvinnslu
  • setja upp viðskiptabréf, formbréf, samsteypur gagnalista, ársreikninga, bæklinga og vefsíður í Word ritvinnslu
  • læra á ný forrit
  • slá gögn inn í tölvu með umtalsverðri nákvæmni og hraða
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna sjálfstæði og frumkvæði í markvissri notkun ritvinnsluforrita
  Leiðsagnarmat. Verkefnamiðað lokapróf unnið í tölvu.