Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1414611818.52

  Fagmál lyfja- og læknisfræði
  FALÆ3OB04(FÁ)
  1
  Fagmál lyfja- og læknisfræði
  Orðmyndun og beygingar
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  í áfanganum er fjallað um latínu, klassískt fagmál heilbrigðisstétta, þannig að nemendur geti gert skil á því máli og bjargað sér með orðabók og öðrum hjálpargögnum þegar á þarf að halda. Fjallað er um sérhæfðan fagmálsorðaforða í latínu. Lögð er áhersla á helstu hugtök líffærafræði, sjúkdómafræði og aðgerða ásamt því að veitt er innsýn í orðaforða lyfjalatínu. Fjallað er um málfræði latínu með áherslu á orðmyndun og beygingar.
  ENLÆ3ÞÆ04 og LÆKN2LY9
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • beygingum nafnorða og lýsingarorða og samhengi þessara orða í sambeygingu
  • málfræðihugtökum í framsetningu líffæraheita, sjúkdómaheita og aðgerðarheita
  • orðmyndun og þeim reglum sem um hana gilda í læknisfræðilegri latínu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota fagmálsorðabók sér til gagns
  • greina orðflokka af öryggi og flokka beygingu orða af orðabókarmynd
  • þekkja algeng orðmyndunarviðskeyti og merkingu þeirra á viðkomandi orðflokkum
  • nota töluorð og tímaviðmiðanir í fagmálinu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa úr sjúkdómagreiningum, aðgerða- og líffæraheitum og skýra málfræðilegt samhengi innbyrðis í þeim
  • lesa úr grunnorðaforða lyfjalatínu
  • nota sér til gagns þann orðaforða sem í námsefninu er og nota hann til skilnings á þeim þáttum sem að höndum ber í öðru námi og starfi
  Gagnvirk próf og æfingar, lokapróf úr afmörkuðu efni