Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1414611048.91

  Enska fyrir læknaritara
  ENLÆ3ÞÆ04(FÁ)
  1
  Enska fyrir læknaritara
  kynsjúkdómar, vöðvakerfi, þvagfærakerfi og æxlunarkerfi
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í textavinnslu á sérhæfðri ensku með áherslu á orðaforða og uppsetningu. Lögð er áhersla á skrif á læknabréfum, skýrslum, aðgerðarlýsingum og umsögnum um þvagkerfi, æxlunarkerfi, kynsjúkdóma, vöðvakerfi, taugakerfi, húð og innkirtla líkamans.
  ENLÆ3LÓ05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sérfræðiorðum um ofangreind líffærakerfi
  • nákvæmum vinnubrögðum við skrif í sjúkraskrá
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skrifa læknabréf og skýrslur um þvagkerfi, æxlunarkerfi, kynsjúkdóma, vöðvakerfi, taugakerfi, húð og innkirtla líkamans
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa nákvæm læknabréf, skýrslur og aðgerðarlýsingar á ensku af fagmennsku
  Verkefnavinna, hlutapróf, lokapróf eða símat