Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1414610555.22

  Enska fyrir læknaritara
  ENLÆ3LÓ05(FÁ)
  2
  Enska fyrir læknaritara
  hjarta- og æðakerfi, líkami, medical english, sogæðakerfi, ónæmiskerfi
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  í áfanganum er fjallað um sérhæfða ensku sem notuð er í læknisfræði og skyldum greinum. Fjallað er um uppbyggingu sérfræðiorðaforða, yfirlit um sérfræðisvið og ákveðin líffærakerfi. Lögð er áhersla á hvernig orðin eru sett saman, hvernig forskeyti, endingar og beygingar eru notaðar. Nemendur er þjálfaðir í stafsetningu og greinamerkjasetningu við notkun sérfræðiorðaforða. Lögð er áhersla á skrif á læknabréfum, skýrslum og aðgerðarlýsingum um líkamann, ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfið, sogæðakerfið, öndunarfærakerfið og meltingarkerfið.
  10 feiningar í ensku á 3. þrepi eða sambærileg kunnátta
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • uppbyggingu og stofni orða um ofangreind líffærakerfi
  • forskeytum, samsetningum og endingum sem notuð eru við sérfræðiorð
  • stafsetningu og greinamerkingu við sérfræðiorð
  • helstu þáttum er varða skrif á læknabréfum á ensku
  • mikilvægi nákvæmra vinnubragða við skrif á skýrslum og aðgerðarlýsingum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja saman sérfræðiorð
  • stafsetja sérfræðiorð rétt og nota réttar endingar og forskeyti
  • skrifa læknabréf og skýrslur um líkamann, ónæmiskerfið, hjarta- og æðakerfið, sogæðakerfið, öndunarkerfið og meltingarkerfið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa læknabréf, skýrslur og aðgerðalýsingar á ensku af fagmennsku
  Verkefnavinna, hlutapróf, lokapróf eða símat