Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1409922543.2

  Matur og menning
  MAME2MM05
  1
  Matreiðsla, landafræði, menning
  Matur, menning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum verður fengist við matargerð með áherslu á hefðir í matarmenningu nokkurra ensku-, spænsku- og dönskumælandi landsvæða. Efnið tekur mið af hefðum í matargerð og hvers vegna ákveðnir réttir eru meira ríkjandi en aðrir. Önninni er skipt upp í mismunandi menningarsvæði og matargerð tengd þeim sem kennarar skipta með sér. Nemendur vinna menningartengd verkefni og mæta einu sinni í viku í verklegan tíma þar sem eldaður verður matur frá viðkomandi svæði. Nemendur safna að sér gögnum yfir önnina og skila inn ferilmöppu í lokin. Verkefni í ferilmöppu þurfa að vera samþykkt af kennurum til þess að vera gild til lokamats. Ætlast er til að nemendur hafi lokið grunnáföngum í tungumálunum ensku, spænsku og dönsku þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í upplýsingaöflun á þessum tungumálum sem og vinnubrögðum almennt.
  ÍSLE2MR05 og ENSK2OT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem tungumálin eru töluð og samskiptavenjum þar
  • hvernig matur tengist menningu í þeim löndum þar sem tungumálið er notað og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
  • meðhöndlun matvæla, nýtni og hvernig mismunandi hráefnanotkun endurspegli þau svæði þaðan sem réttirnir koma
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa texta tengdum matargerð og menningu
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
  • greina sérkenni í matarmenningu ýmissa þjóða
  • matreiða rétti frá ýmsum menningarsvæðum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu
  • nálgast matarmenningu annarra svæða með opnum huga
  • útvíkka matarsmekk sinn til aukinnar lífsfyllingar
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.