Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1381843077.58

  Stjórnun í heilbrigðisþjónustu
  STÍH4GV04
  1
  Stjórnun í heilbrigðisþjónustu
  gæðastjórnun, verkefnastjórnun
  Samþykkt af skóla
  4
  4
  Í áfanganum er fjallað um stjórnunarferlið með tilliti til heilbrigðisþjónustu. Fjallað er um hugtökin gæðastjórnun, verkefnastjórnun, tímastjórnun, mannauðsstjórnun, og forgangsröðun. Áhersla er lögð á mikilvægi samskipta, teymisvinnu og uppbyggingu liðsheildar, auk starfsmannastefnu og fyrirtækjamenningar. Tengsl gæða og öryggis á vinnustöðum eru útskýrð og fjallað um öryggisbrag og atvikaskráningu á vinnustöðum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu þáttum stjórnunarferlisins með hliðsjón af heilbrigðisþjónustunni
  • hugtökunum gæðastjórnun, verkefnastjórnun, tímastjórnun, mannauðsstjórnun og forgangsröðun
  • mikilvægi samskipta, teymisvinnu, liðsheildar, starfsmannastefnu og fyrirtækjamenningar á heilbrigðisstofnunum
  • mikilvægi gæða og öryggis í heilbrigðisþjónustu
  • helstu þáttum verkefnastjórnunar í heilbrigðisþjónustu
  • grunnþáttum öryggisbrags á heilbrigðisstofnunum
  • helstu atriðum í atvikaskráningu á heilbrigðisstofnunum
  • hugtakinu gæðavísar í heilbrigðisþjónustu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta hugmyndir og aðferðafræði gæðastjórnunar, verkefnastjórnunar og mannauðsstjórnunar í starfi
  • miðla upplýsingum um mikilvægi gæða og öryggis í heilbrigðisþjónustu
  • útskýra hugtökin gæðastjórnun og gæðavísar í heilbrigðisþjónustu
  • lýsa góðum öryggisbrag á heilbrigðisstofnunum
  • nota atvikaskráningu á heilbrigðisstofnunum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vera virkur í þverfaglegu samstarfi innan heilbrigðisþjónustu
  • beita aðferðum mannauðs-, verkefna-, og gæðastjórnunar í starfi á fjölbreyttan hátt við síbreytilegar aðstæður
  • leggja sitt af mörkum til þess að skapa liðsheild og fyrirtækjamenningu á vinnustað
  • stjórna í samstarfi við aðra fjölbreyttum verkefnum á vinnustað
  • efla gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu í samstarfi við aðra
  Leiðsagnar- og símat, lokapróf og hópverkefni.