Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1378156610.04

  Umhverfisfræði
  UMHV1SJ05(FÁ)
  4
  umhverfisfræði
  endurvinnsla, mengun, náttúrsiðfræði, orkugjafar, sjálfbærni, umhverfi, vistvænt
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er fjallað um umhverfismál svo sem sjálfbærni, mengun, orkugjafa, endurvinnslu, umhverfismerkingar, náttúrusiðfræði og vistvæna lifnaðarhætti. Farið er í vettvangsferðir til að kynna og upplifa náttúruna.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu umhverfismálum sem eru í brennidepli á hverjum tíma
  • helstu yfirlýsingum og sáttmálum, lögum og reglum er varða umhverfismál á Íslandi
  • vistvænum lifnaðarháttum og ábyrgð einstaklingsins gagnvart umhverfinu
  • þeim ógnum sem steðja að umhverfinu
  • helstu hugmyndum og kenningum um verðmæti og gildi í náttúrunni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina hagsmuni varðandi ágreining í umhverfismálum
  • geta nálgast upplýsingar um lög og reglugerðir í umhverfismálum og geta greint markmið þeirra
  • greina náttúruverðmæti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • mynda sér skoðanir í umhverfismálum og geta rökstutt þær
  • geta útskýrt hugtakið sjálfbærni og upplýst aðra um gildi þess
  • geta útskýrt áhrif mannlegrar breytni á umhverfið
  • a
  Símatsáfangi sem byggir á prófum, verkefnum og ástundun.