Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1373454406.68

  Sótthreinsun og dauðhreinsun 2
  SÓTT3DA04(FÁ)
  1
  Sótthreinsun og dauðhreinsun
  Dauðhreinsun
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  Fjallað er um hugtökin sótthreinsun og dauðhreinsun með áherslu á það síðarnefnda. Sérstök áhersla er lögð á smithættu,sýkingavarnir, smitgát og eftirlit við dauðhreinsun. Fjallað er um innpökkunartækni og endurnýjun áhalda. Áhersla er lögð á förgunarstjórnun, gæði, öryggi og rekjanleika prófa sem notuð eru á tannlæknastofum. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að huga að starfstengdu öryggi og heilsu. Verkleg þjálfun á sótthreinsistofu, allt frá hreinlæti til dauðhreinsunar.
  Allt bóklegt nám tanntækna ásamt SÓTT2SÓ04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • alþjóðlegum stöðlum, leiðbeiningum og kröfum um dauðhreinsun
  • virkni dauðhreinsiefna á líffræðilegan vef
  • gæðastjórnunaraðferðum og mati
  • vöru- og framleiðslustjórnun
  • förgunarstjórnun
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sjá að endurnýjunar er þörf á tækjum og verkfærum
  • velja rétta leið til dauðhreinsunar og undirbúa verkfæri og tæki til þess
  • pakka inn og meðhöndla dauðhreinsiumbúðir á réttan hátt
  • undirbúa aðgerðarstofu fyrir þjónustuþega með aukna smitgát
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja og framkvæma mismunandi dauðhreinsiaðferðir fyrir mismunandi tæki og verkfæri sem notuð eru á tannlæknastofum
  • geta unnið af fagmennsku og beitt viðeigandi eftirliti með dauðhreinsun
  • meðhöndla efni til förgunar á viðeigandi hátt
  • geta leiðbeint við endurnýjun verkfæra vegna krafna um dauðhreinsun
  • geta leiðbeint samstarfsfólki af fagmennsku um dauðhreinsun á tannlæknastofum
  • geta tekið á móti þjónustuþega sem þarfnast aukinnar smitgátar
  Símat, ferilbók, lokapróf