Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1370428906.96

  Forvarnir og samskipti 2
  FOSA3SA04(FÁ)
  1
  Forvarnir og samskipti
  fatlaðir og aldraðir, forskóli, samskipti, þverfagleg verkefni
  Samþykkt af skóla
  3
  4
  Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í að fræða aðra og eiga samskipti við mismunandi þjóðfélagshópa. Nemendur vinna þverfaglegt verkefni með sérdeild Fjölbrautaskólans við Ármúla, þar sem fötluðum einstaklingum og einstaklingum með sérþarfir er boðin fræðsla ásamt heimsókn á aðgerðarstofu til að fá tennur pússaðar. Samvinna er við forskóla þar sem forskólabörnum er boðið í heimsókn, sem og samvinna við öldrunarstofnun um að nemendur veiti fræðslu og aðstoð við að fjarlægja mjúka tannsýklu af tönnum og tanngervum.
  Allt bóklegt nám tanntækna, ásamt FOSA2FO04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi samskiptaleiðum
  • mismunandi aðferðum við að fjarlægja mjúka tannsýklu
  • vinnuferli við að setja flúor á tennur
  • mismunandi skipulagi við munnhirðu einstaklinga
  • mismunandi nálgun við gerð fræðsluefnis
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • eiga samskipti við forskólabörn, aldraða, fatlaða og einstaklinga með sérþarfir
  • fjarlægja mjúka tannsýklu af tönnum og flúorlakka
  • aðstoða við að fjarlægja mjúka tannsýklu af tönnum ásamt því að flúorlakka tennur
  • skipuleggja heimsóknir mismunandi hópa á aðgerðarstofu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • eiga góð samskipti við þjónustuþega úr mismunandi þjóðfélagshópum
  • leiðbeina fötluðum, öldruðum og einstaklingum með sérþarfir um munnhirðu
  • kenna öðrum góða munnhirðu
  • búa til fræðsluefni um tannhirðu fyrir mismunandi þjóðfélagshópa
  • skipuleggja fræðsluheimsókn í forskóla, í sérdeildir og á öldrunarstofnanir
  Símat, skýrslugerð, verklegt og munnlegt próf